Fórn.

Davíð fórnaði Geir og Sjálfstæðisflokknum á altari sjálfshyggjunnar í kvöld í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga arfleifð sinni.    Ef satt reynist að Davíð Oddsson sá Hrunið fyrir með tveggja ára fyrirvara og varaði Ríkisstjórn við margítrekað þá er það fyrst og síðast dómur yfir Geir og Sjálfstæðisflokknum.   Davíð traðkaði arfleifð Geirs niður í svaðið til bjargar sínu eigin skinni.   Meir að segja Björn Bjarnason.. hinn mikli hundraðshöfðingi Davíðs var krossfestur í beinni.  Öllum fórnað fyrir Sesar Davíð.

Ömurlegur samskiptamáti Davíðs kom sem aldrei fyrr í ljós í kvöld þar sem hann reyndi sem hann gat að gera lítið úr Sigmar.    Sigmar stóð sig eins og hetja.   Hélt ró sinni allann tímann og spurði spurninga sem alla langar að spyrja hinn fallna foringja.

Davíð reyndi sem hann gat að fá vorkunn þjóðar sem er búin að hafna honum fyrir löngu.   Ósmekklegur fjandi.    Ekki ósvipað eins og að birtast hágrenjandi á þröskuldinum hjá kærustu sem er margbúin að henda manninum á dyr.  

Það er með ólíkindum að hlusta á Davíð Oddsson.   Hann talar innan úr búri.   Hann einn sá Hrunið fyrir og þjóðin er heilalaus skríll sem illa innrættir fjölmiðlamenn heilaþvo á degi hverjum.   Í hinu orðinu á þjóðin svo bágt og enginn er að reyna að hugga hana.   Maðurinn er bara ekki með öllum mjalla.  

Davíð ... þig sem langar að hugga þjóð í kvöl.   Hér er ábending hvernig þú getur huggað og heilað. Farðu... láttu þjóðina í friði.    Starfskrafta þinna er ekki óskað lengur.  


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu þá!

Eiríkur Guðnason...  Ef þú ert svo stórhneysklaður á vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar og sérð sæng þína útbreidda -afhverju í ósköpunum tekur þú ekki  pokann þinn í heilagri vandlætingu og lætur okkur hin í friði?   Vinnuveitandi þinn vill ekki hafa þig lengur í vinnu.     Er erfitt að skilja það.

 


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RLÍ hafði hendur í hári Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Ætli Íslendingar eigi einhverntíma eftir að sjá þessa fréttafyrirsögn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband