26.1.2009 | 13:03
Samfylking ber í borðið!
Loksins Loksins. Þetta átti að gerast í Nóvember. Mjög líklega er þessi Ríkisstjórn búin að vera. Það kæmi verulega á óvart ef Sjálfstæðismenn sýna auðmýkt og láta frá sér "verkstjórnarvaldið". Svo ekki sé talað um að gera það sem mun alltaf blasa við núna hvernig sem fer.... Reka Davíð Oddson!
Þurfum öfluga starfsstjórn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 17:27
Svanasöngur!
Áttaði mig á sorglegri staðreynd í dag. Þegar ég sá viðbrögð Ingibjargar við uppsögn Björgvins og eins þegar hún gekk af fundi Geirs. Ingibjörg Sólrún er ef til vill búin að vera í pólitík. Næstu dagar verða mjög örlagaríkir. Ef Samfylking ákveður að stjórna áfram með Sjálfstæðisflokk og enginn fær reisupassann hjá þeim þá er Samfylking búin að vera og um leið ferill Ingibjargar í pólitík, í það minnsta sem Leiðtogi Samfylkingar.
Mér finnst það stórfurðulegt að Ingibjörg hafi ekkert átt með uppsögn Björgvins og uppsagnir Jóns og Jónasar. Hún lætur eins og þetta komi sem eins og þruma úr heiðskíru lofti og ef ekki væri fyrir frumkvæði Björgvins þá hefði ekkert gerst!!??!! Það finnst mér miklar fréttir. Hvað var Ingibjörg þá að plana? Var hún að plana að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist? Er bara ekki að fatta. Eru þessi ummæli Ingibjargar allt einhver pólitískur klækjaleikur? Ef svo er .... þá er ég búinn að fá nóg af klækjum og prettum. Alveg sama frá hvað sjónarmiði þetta er skoðað þá hefur Ingibjörg sem Leiðtogi Samfylkingar sett mikið niður í dag.
Og hvað er í gangi með Varaformanninn. Af hverju er hann ekki hægri hönd Ingibjargar? Össur virðist alltaf vera þessi sem er við hlið hennar. Er mögulegt að Ágúst endurómi rödd grasrótarinnar einum of mikið fyrir smekk Ingibjargar? Það er ekki allt í lagi innan Samfylkingar.
Þessi Svanasöngur er sárari en tárum taki. Því ég hef haft tröllatrú á Ingibjörgu sem Leiðtoga. Hún hefur fengið mitt atkvæði mjög lengi. Nú er ég í fyrsta skipti í vafa eftir áratuga samleið.
25.1.2009 | 11:54