Er möguleiki?

Árið 2006 fær Samfylking 45 milljónir í fjárframlög.   25 til 30 milljónir af þeirri upphæð er frá bönkum og kjölfestufjárfestum í bönkunum.     Er möguleiki að svona stórt hlutfall af fjárframlögum úr fjármálageiranum til stjórnmálaflokks hafi aukið á meðvirkni stjórnmálamanna í garð fjármálafyrirtækja?    Samfylkingin þarf að spyrja sig þessarar spurningar.

Bullið hjá Sjálfstæðismönnum er svo sérkapituli út af fyrir sig.    Þeirra naflaskoðun felst því miður alltaf fyrst og fremst í því að negla einstaklinga.   Ekki að skoða stefnuna og hugmyndafræðina.   Hún er heilög í þeirra huga.   Þar liggur vandi Sjálfstæðisflokks.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peðunum fórnað.

Heilög vandlæting og skinhelgi Bjarna Ben. í  framlaga hneysklinu er aumkunarverð eða í besta falli hlægileg.      Allt til þess fallið til að bjarga eigin skinni.    Hver trúir því að 95% af þingflokki sjálfstæðismanna hafi ekki haft hugmynd um þessa styrki?
mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíti Riddarinn.

Æii...  Guðlaugur Þór er alltaf svo saklaus greyið.   Sakleysinginn sem var upphafsmaður REI.   Og nú er hvítþvotturinn þannig að hann talaði við mann sem talaði við mann.     Ergó...   kom ekki nálægt einu né neinu.

Come on.....   give me a break!    Nú munu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks falla um hvern annann þveran að sverja af sér ósómann.     


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband