Ofbeldi leiðir af sér Ofbeldi!

Er lögreglan búin að missa tökin á þessu núna?    300 manns með ólæti að nóttu til.   Enginn í Alþingishúsinu og enginn í Stjórnarráðinu.    Engum stafar hætta af þessum ólátum nema lögreglunni sjálfri.   Eignaspjöll eru í gangi en það er ekki næg ástæða til að nota Táragas.     Þessi aðför lögreglu mun aðeins leiða til meira ofbeldis.    Hvar ertu Geir Jón núna?    Ekki vil ég trúa því að þetta hafi gerst á þinni vakt.    Slösuðust lögreglumenn vegna grjótkasts eftir að táragasi var beitt eða áður en að táragasi var beitt?   Lykilspurning.

Viðbót-Einnig í Kommentum.

Tek það fram að ég er á móti öllu ofbeldi gegn lögreglu.    Og þá skiptir ekki máli hvort kastað er eggjum eða grjóti.   Og fólk á að hörfa þegar lögregla grá fyrir járnum birtist.   Svo einfalt er það.    Fólk á að hlýða fyrirmælum lögreglu án möglunar hvort sem því líkar betur eða ver!    Hvernig getur það verið öðruvísi?

Að þessu sögðu.   Þá er nauðsynlegt að lögreglan haldi jafnvægi og beiti skynseminni.   Það hefur hún gert í flestum tilfellum.   Tilvik hafa komið upp þar sem óþarfa hörku hefur verið beitt og skynsemin ekki ráðið för.    Beiting Táragas á lítinn hóp af mótmælendum þar sem öryggi ríkisborgara er ekki almennt í hættu er stórlega vafasamt svo ekki sé sterkar að orði kveðið.   Það hlýtur að vera algjörlega síðasta úrræði að beita vopnum. Hvað kemur næst á eftir piparúða, kylfum og táragasi?    Það vita allir hvert næsta skref er.  Hver vill það?     

Þetta vil ég líka segja.   Ég var ekki á staðnum.   Ef til vill var tekin ákvörðun að yfirlögðu og vönduðu ráði að beita táragasi.   Ef til vill var þetta nauðsynleg aðgerð hjá lögreglu.   En eitt er víst....  Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi!   Þetta hefur lögreglan í flestum tilvikum hingað til reynt að hafa að leiðarljósi með Geir Jón í fararbroddi.

Við þá sem hér hafa kommentað og vilja láta berja á mótmælendum af fullri hörku og með öllum ráðum vil ég segja:    Þeir hinu sömu og tala svona eru nákvæmlega eins þenkjandi og óstilltir andlega og þeir sem tóku upp múrsteinana í nótt og slösuðu lögreglumennina.   Tilbúnir til að láta hnefavaldið og meiðingar ráða för en ekki manneskjuna í sjálfum sér. 

Ég lít ekki svo á að þeir sem eru að mótmæla séu að mótmæla fyrir mína hönd.  Hef aldrei gert.   Hver og einn getur aðeins mótmælt fyrir sína hönd.    Ég mótmæli fyrir sjálfan mig og engan annann.  Ef einhverjir mótmælendur halda að þeir gangi erinda þjóðarinnar þá eru hinu sömu á stórum villigötum.  Það var  nákvæmlega það sem Ingibjörg Sólrún var að reyna að segja í  Háskólabíói!  

 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki í lagi? Ég þakka bara fyrir að lögreglan fór að gera eitthvað í málunum, loksins, gegn þessum óeirðarseggjum, kominn tími til, það er krafa þjóðarinnar.

Tesco (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:19

2 identicon

Allavega eins og ég sá þetta þá notuðu þeir táragasið eftir að einhver aðili/aðilar köstuðu flugeld inn í hóp af lögreglumönnum, og þessir aðilar komu þangað vafalaust gagngert með þann tilgang í huga að vera með ólæti við lögregluna.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:23

3 identicon

tesco talar ekki fyrir hönd þjóðarinnar

það er ófyrirgefanlegt að lögreglan skuli beita eiturefnavopnum á almenning í landinu, eiturefnum sem vitað er um að valdi óbætanlegu heilsutjóni á þá sem verða fyrir því í sumum tilfellum og hefur verið bannað í fjölmörgum löndum vegna eituráhrifa þess.

bermudaskal (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:24

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

tesco talar fyrir hönd óvini íslands

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 02:29

5 identicon

Og með illu skal illt út reka! Í hvaða löndum er táragas bannað?

Skúffustrumpurinn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:31

6 identicon

Þessi Tesco vitleysingur er búinn að spawna nánast öll blogg í nótt með þessari vitleysu!

Bara ég (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:41

7 identicon

árið 1969 þá 80 lönd að lýstu yfir banni á táragasi í Genfar sáttmálanum sem úrræði gegn múgæsingi almennings fyrir lögreglu, ástæðan var vegna skaðlegra áhrifa sem táragas hefur á lungu, nýru, lifur og augu.  Það er hægt að lesa um það í gögnum tengdum Genvar sáttmálanum og það væri ástæða til þess að kynna sér þau, ásamt upplýsingum um almenn mannréttindi sem aðför er gerð að hér á landi sýnist mér.

hægt er að lesa um skaðleg áhrif þess hér td. skýrsla sem er samin af mjög virtum læknum

http://www.psrla.org/documents/wto_report.pdf

bermudaskal (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:45

8 identicon

Frábært að einhver geti dæmt einstakling bara si svona af því að hann hefur ekki sömu skoðanir og hann sjálfur, segir það ekki eitthvað um hann sjálfan og hans skoðanir?

Tesco (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:54

9 identicon

Grjót og gangstéttarhellur eru líka hættulegar. Þó svo að það standi ekki neitt um það í neinum sáttmálum. Táragas er skaðlaust ef að maður heldur sig í burtu frá ofbeldisfullum og ólöglegum mótmælum. Lögreglan varar fólk líka við áður en hún beitir því, svo að það geti forðað sér.

Skúffustrumpurinn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:03

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég var þarna og gerði mitt til að stilla til friðar. Áður en táragasinu var beitt voru mótmælin átakalaus og án ofbeldis, en þau voru hávær, glaðlynd og full vonar. Vonin sveif yfir vötnum og það er meira en ég get sagt um flesta stærri mansöfnuði á Íslandi þessa dagana. Táragasinu var svo svarað með takmörkuðu steinakasti, sem aftur var svarað með táragasi. Ég gerði mitt til að stilla mér milli lögreglu og mótmælenda og reyndi að fá lögregluna til að skilja alvarleikan í því að beita vopnum gegn landsmönnum sínum. Allt kom fyrir ekki og ofbeldisfólkið í báðum hópum fékk að slást smáveigis í viðbót.

Eftir að búið var að riðja Austurvöll náði ég að spjalla aðeins við hóp af öryggislögreglumönnunum sem voru þarna. Það var klárt mál að þar skiftist löggan í tvennt. Annars vegar var hópurinn sem var sjálfur drullu óánægður með ástandið, með sín eigin verðtrygðu lán og í grunninn með virðingu fyrir rétti mótmælenda (mér fannst eins og það væri c.a. 80% af hópnum). Hinsvegar var hópurinn sem var að reyna að koma í veg fyrir að ég ræddi við þá og héldu greinileg mjög fast í hugmynd sína um hvernig fólk mótmælendur voru.

Mikið vildi ég að þessir tveir 80% hópar gætu rætt saman um einhverjar grunnreglur um form mótmælanna þannig að við þurfum ekki að vera í slag. Þá gætum við bara skilið hina hópana í sér slag einhversstaðar annarstaðar. Undir öllum kringumstæðum skulum við halda í vonina um friðsamleg valdaskifti. Það er víst bara þingmenn stjórnarliðsins sem geta séð til þess en við verðum að gera okkar til að hlutirnir fari ekki úr böndunum. Það besta sem við getum gert til þess er að fjölmenna á mótmælin. Meðan mikið er af fólki er haldið aftur af öfgafólkinu á báða bóga. Þín þátttaka getur ráðið baggamun um hvort við fáum friðsamleg valdaskifti eður ei! 

Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 03:31

11 identicon

þessi skríll sem ráfar um götur borgarinnar núna og eru að láta eins og hálfvitar eru ekki málsvari minn eins og þið segið öll sem eruð að mótmæla. Enginn ykkar hefur hringt í mig og spurt mig minnar skoðunar á þessu en þið leyfið ykkur að fara niður í bæ, látandi eins og bjánar og segjandi að þetta sé allt unnið fyrir Sigurð (saklausan ríkisborgara) Ef þetta lið er ekki hendandi grjótum í lögregluna og rústandi miðbænum (sem ég þarf síðan að borga fyrir), þá eru þau bara einhverstaðar upp á hálendi að hlekkja sig við jarðýtur og faðmandi tré!

Ekki halda að ég sé á móti mótmælum, ég styð þau 100%, en þetta er bara komið út í vitleysu! Ég fór niður í bæ í kvöld til að sýna smá samstöðu og bara til að sjá þetta allt saman. Það sem ég sá hins vegar var eitthvað lið, látandi eins og apar á prósak og stór meiri hluti af fólkinu þarna var nú bara að gera sér glaðan dag og detta í það á meðan það var að mótmæla.

 Þið eruð ekki málsvari þjóðarinnar og svo langt í frá 80% hennar!

"Vanhæfir mótmælendur, vanhæfir mótmælendur"

Sigurður Hólmar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 04:40

12 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Tek það fram að ég er á móti öllu ofbeldi gegn lögreglu.    Og þá skiptir ekki máli hvort kastað er eggjum eða grjóti.   Og fólk á að hörfa þegar lögregla grá fyrir járnum birtist.   Svo einfalt er það.    Fólk á að hlýða fyrirmælum lögreglu án möglunar hvort sem því líkar betur eða ver!    Hvernig getur það verið öðruvísi?

Að þessu sögðu.   Þá er nauðsynlegt að lögreglan haldi jafnvægi og beiti skynseminni.   Það hefur hún gert í flestum tilfellum.   Tilvik hafa komið upp þar sem óþarfa hörku hefur verið beitt og skynsemin ekki ráðið för.    Beiting Táragas á lítinn hóp af mótmælendum þar sem öryggi ríkisborgara er ekki almennt í hættu er stórlega vafasamt svo ekki sé sterkar að orði kveðið.   Það hlýtur að vera algjörlega síðasta úrræði að beita vopnum. Hvað kemur næst á eftir piparúða, kylfum og táragasi?    Það vita allir hvert næsta skref er.  Hver vill það?     

Þetta vil ég líka segja.   Ég var ekki á staðnum.   Ef til vill var tekin ákvörðun að yfirlögðu og vönduðu ráði að beita táragasi.   Ef til vill var þetta nauðsynleg aðgerð hjá lögreglu.   En eitt er víst....  Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi!   Þetta hefur lögreglan í flestum tilvikum hingað til reynt að hafa að leiðarljósi með Geir Jón í fararbroddi.

Við þá sem hér hafa kommentað og vilja láta berja á mótmælendum af fullri hörku og með öllum ráðum vil ég segja:    Þeir hinu sömu og tala svona eru nákvæmlega eins þenkjandi og óstilltir andlega og þeir sem tóku upp múrsteinana í nótt og slösuðu lögreglumennina.   Tilbúnir til að láta hnefavaldið og meiðingar ráða för en ekki manneskjuna í sjálfum sér. 

Ég lít ekki svo á að þeir sem eru að mótmæla séu að mótmæla fyrir mína hönd.  Hef aldrei gert.   Hver og einn getur aðeins mótmælt fyrir sína hönd.    Ég mótmæli fyrir sjálfan mig og engan annann.  Ef einhverjir mótmælendur halda að þeir gangi erinda þjóðarinnar þá eru hinu sömu á stórum villigötum.  Það var  nákvæmlega það sem Ingibjörg Sólrún var að reyna að segja í  Háskólabíói!  

Jón Halldór Eiríksson, 22.1.2009 kl. 08:31

13 identicon

þessi skríll sem ráfar um götur borgarinnar núna og eru að láta eins og hálfvitar eru ekki málsvari minn eins og þið segið öll sem eruð að mótmæla. Enginn ykkar hefur hringt í mig og spurt mig minnar skoðunar á þessu en þið leyfið ykkur að fara niður í bæ, látandi eins og bjánar og segjandi að þetta sé allt unnið fyrir Sigurð (saklausan ríkisborgara) Ef þetta lið er ekki hendandi grjótum í lögregluna og rústandi miðbænum (sem ég þarf síðan að borga fyrir), þá eru þau bara einhverstaðar upp á hálendi að hlekkja sig við jarðýtur og faðmandi tré!

Ekki halda að ég sé á móti mótmælum, ég styð þau 100%, en þetta er bara komið út í vitleysu! Ég fór niður í bæ í kvöld til að sýna smá samstöðu og bara til að sjá þetta allt saman. Það sem ég sá hins vegar var eitthvað lið, látandi eins og apar á prósak og stór meiri hluti af fólkinu þarna var nú bara að gera sér glaðan dag og detta í það á meðan það var að mótmæla.

 Þið eruð ekki málsvari þjóðarinnar og svo langt í frá 80% hennar!

"Vanhæfir mótmælendur, vanhæfir mótmælendur"

Sigurður Hólmar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:05

14 identicon

uhm.. veit ekki af hverju þetta komment kom aftur núna, biðst forláts...

Sigurður Hólmar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband