8.2.2009 | 17:59
Skítlegt eðli.
Þetta var fyrirséð. Maðurinn er eins og mara á samfélaginu. Hann sér enga ábyrgð hjá sjálfum sér. Þetta embættismannakjaftæði í bréfinu hans er aumkunarvert svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Bréfið lýsir líka hversu einangraður þessi maður er. Hann býr í eigin heimi.
Nú verður núverandi ríkisstjórn ekki láta slá sig út af laginu. Setja ný lög um Seðlabankann og láta bera manninn út ef ekki lætur betur.
Nú er líka fyrir mótmælendur að mæta við Seðlabankann og berja potta sem aldrei fyrr.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er samt mikið til í því sem hann segir í bréfinu um Ingimund sem nú er farinn frá - hann er hagfræðingur og aldrei borið skugga á hans störf en er beðinn um að fara af því að það þarf nauðsynlega að losna við Davíð! Hann telur að Jóhanna hafi varpað rýrð á æru sína og störf. Þetta er ekki alveg nógu gott hjá Jóhönnu.
So (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:19
Mikið er ég ánægð með Davíð núna!!
BG (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:23
Davíð þessi Oddsson er eitt mesta dusilmenni sem þjóðin hefur alið,hvað heldur þessi mafíubarón að hann sé.Mætum kl 8 í fyrramálið og meinum honum inngöngu í Seðlabankann,hann gerir sér ekki grein fyrir því að hann er í vinnu hjá þjóðinni,en þjóðin er ekki í vinnu hjá honum líkt og hann heldur.
Númi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:28
Davíð Oddsson talar um sjálfstæði Seðlabankans -- stjórnmálamaðurinn sem skipaði sjálfan sig í embættið. Hvernig á að vera hægt að búa við Seðlabankastjóra sem ekki aðeins hefur starfað í stjórnmálum í áratugi heldur var valdamesti stjórnmálamaður Íslands í 15 ár. Hann á ekki aðeins að víkja strax, það er augljóst, heldur átti hann aldrei að vera þar sem hann er. En Davíð hugsar hvorki um hag lands né síns flokks -- hann einn er ómissandi!
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.