24.2.2009 | 16:05
Farðu þá!
Eiríkur Guðnason... Ef þú ert svo stórhneysklaður á vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar og sérð sæng þína útbreidda -afhverju í ósköpunum tekur þú ekki pokann þinn í heilagri vandlætingu og lætur okkur hin í friði? Vinnuveitandi þinn vill ekki hafa þig lengur í vinnu. Er erfitt að skilja það.
Furðar sig á vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Athugasemdir
Haha, nákvæmlega maður. Þetta er það fyrsta sem manni dettur í hug eftir lesninguna.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.2.2009 kl. 16:07
farið hefur fé betra segji ég nú bara um þessa ríkistjórn
Jón Snæbjörnsson, 24.2.2009 kl. 16:23
Snilldarfærsla hjá Jóni atarna! Ég býst við að hann se ekki einn af þessum 90% sem eru ósáttir við aðgerðir seðlabankans (engar) í aðdraganda hrunsins.
Hvaða merkingu hefur það að Davíð hafi vælt í Geir H. Haarde prívat og persónulega, eða sent honum og Dagfinni Dýralækni skýrslu sem ekkert var gert með?
Þeir hafa tól að vinna með. Funda með Fjármálaeftirlitinu oft í hverri viku. Svo eru fjölmiðlar í landinu og fleiri í stjórn en Geir og Dagfinnur. Lögregla. Og svo framvegis og framvegis.
Núverandi ríkisstjórn er sú besta í að lágmarki 20 ár.
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.2.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.