Fórn.

Davíð fórnaði Geir og Sjálfstæðisflokknum á altari sjálfshyggjunnar í kvöld í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga arfleifð sinni.    Ef satt reynist að Davíð Oddsson sá Hrunið fyrir með tveggja ára fyrirvara og varaði Ríkisstjórn við margítrekað þá er það fyrst og síðast dómur yfir Geir og Sjálfstæðisflokknum.   Davíð traðkaði arfleifð Geirs niður í svaðið til bjargar sínu eigin skinni.   Meir að segja Björn Bjarnason.. hinn mikli hundraðshöfðingi Davíðs var krossfestur í beinni.  Öllum fórnað fyrir Sesar Davíð.

Ömurlegur samskiptamáti Davíðs kom sem aldrei fyrr í ljós í kvöld þar sem hann reyndi sem hann gat að gera lítið úr Sigmar.    Sigmar stóð sig eins og hetja.   Hélt ró sinni allann tímann og spurði spurninga sem alla langar að spyrja hinn fallna foringja.

Davíð reyndi sem hann gat að fá vorkunn þjóðar sem er búin að hafna honum fyrir löngu.   Ósmekklegur fjandi.    Ekki ósvipað eins og að birtast hágrenjandi á þröskuldinum hjá kærustu sem er margbúin að henda manninum á dyr.  

Það er með ólíkindum að hlusta á Davíð Oddsson.   Hann talar innan úr búri.   Hann einn sá Hrunið fyrir og þjóðin er heilalaus skríll sem illa innrættir fjölmiðlamenn heilaþvo á degi hverjum.   Í hinu orðinu á þjóðin svo bágt og enginn er að reyna að hugga hana.   Maðurinn er bara ekki með öllum mjalla.  

Davíð ... þig sem langar að hugga þjóð í kvöl.   Hér er ábending hvernig þú getur huggað og heilað. Farðu... láttu þjóðina í friði.    Starfskrafta þinna er ekki óskað lengur.  


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...segðu...þessi maður er að "fórna" þjóð sinni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sigmar var samt ekki ALVEG nógu vel undirbúinn. Sárvantaði í þessar spurningar sem fjölluðu um hversvegna fólk vill Davíð frá það sem er mest óþolandi:

Davíð hannaði útrásina, veðsetti kvótann til þess, einkavæddi bankana, stóð á bak við regluverkið, dró úr vægi eftirlitsstofnana, marmarahjó brjóstmynd leiðtogadýrkunarinnar (sem etv. var mesti skaðinn) og svo framvegis OG var í Seðlabankanum sem stóð aðgerðalítill og vældi veiklulega utan í Geir og félögum.

Þetta er EKKI maðurinn sem við viljum flest.

Að maðurinn (Davíð) skuli dirfast að segja að Seðlabankinn sé ekki rúinn trausti því hann sé svo góður bankastjóri... Seðlabankinn er ekki rúinn trausti vegna þess að hann er SÍÐASTI kostur sem erlendir skuldhafar eiga til að enduheimta það sem þeir lánuðu Íslendingum. Hann hefur traust vegna þess að hann ER fjárkista þjóðarinnar. Það eru verðmætin á bak við hann - þjóðin og eigur hennar (sem urðu minni í tíð Davíðs) - sem orsaka það litla traust sem hann hefur á alþjóðamarkaði. Davíð, Ingimundur, Eiríkur og starfsfólkið þar ætti ekki að ganga með svona stórmennisgrillur í hausnum síknt og heilagt. Ef þetta hefur tíðkast, þá er engin furða hrokinn sem af þeim stafar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 25.2.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband