8.3.2009 | 17:53
Mikið áfall
Þetta er reiðarslag fyrir Samfylkingu. Öflugur leiðtogi er hættur. Sumir í Samfylkingu verða himinlifandi en flestir eru daprir. Það er erfitt að vera að glíma við langvarandi veikindi og þurfa að taka þann slag sem er framundan. Ingibjörg hefði þurft að berjast af alefli fyrir því að leiða flokkinn áfram. Fólk þarf að vera 100% til að valda þeim slag.
Vonandi hjálpar þessi ákvörðun og verður til að Ingibjörg nái fullu starfsþreki að nýju. Það er fyrir mestu. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin er þó ekki sama sinnis, heldur nær nú loks andanum og hefur á ný möguleika þess að ná heilsu... Þó reyndar toppsæti Samfylkingarinnar séu alls ekki í þeim litum sem maður hefði viljað sjá þau. Kristján Möller hefur ekkert að gera í forsvari fyrir þjóðina, Björgvin ætti að láta sig hverfa af sjónarsviði pólitíkurinnar, og Sigmundur Ernir, sá alræmdi lygari, situr í öðru sæti... Hvað er að fólki??
Gunnar (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.