Skötulíki

ESB stefna Sjálfstæðisflokks er komin í leitirnar.     Hún er í skötulíki.    Ekki við öðru að búast.   ESB andstæðingar höfðu sitt fram.   Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir sem áður andstæðingur aðildar að ESB.   Þá er það komið endanlega á hreint!     Alveg magnað hvernig kvótaklíkan hefur þennan flokk í vasanum.   Og alveg magnað að restin af atvinnuvegum og viðskiptalífi Íslands sem sér málið öðrum augum skuli styðja og kjósa flokk sem beinlínis gengur gegn iðnaði og útflutningsvegum Íslands.   Það verður fróðlegt að sjá Vilhjálm Egilsson hjá Samtökum Atvinnulífsins svara fyrir þessa stefnu.

Í desember síðastliðnum skrifaði ég þetta:        Í þessari færslu.

" Ástæðan fyrir því að ég set ekki á aðgerðarlista að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að fyrr mun frjósa í helvíti en að þessi ríkisstjórn geti komið sér saman um að sækja um aðild að ESB.    Það þarf nýja ríkisstjórn til þess.     Evrópuumræðan hjá Sjálfstæðiflokk er öll í skötulíki og það sem kemur út úr næsta landsfundi hjá þeim verður skyrhræringur áttjándu aldar af verstu gerð."

Svokallað hagsmunamat Sjálfstæðisflokks stýrist fyrst og síðast af því að Kvóta- og Eignaklíkan á Íslandi missi ekki spón úr aski sínum.   Guð forði þeim frá því að landið færist til jöfnuðar og meira réttlætis.    Og það sem verst er af öllu að öflin sem styðja hina ríku sem mest í eiginhagsmunagæslunni er flokkurinn sem á gæta hagsmuna verkalýðsins og hinna sem bera minnst úr býtum.....  Vinstri - Grænir.     Ég segi bara eins og Jónas Kristjánsson....  Fábjánar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hún er í skötulíki og verður það áfram eftir þennan landsfund.

Jakob Falur Kristinsson, 27.3.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband