10.4.2009 | 18:01
Er möguleiki?
Árið 2006 fær Samfylking 45 milljónir í fjárframlög. 25 til 30 milljónir af þeirri upphæð er frá bönkum og kjölfestufjárfestum í bönkunum. Er möguleiki að svona stórt hlutfall af fjárframlögum úr fjármálageiranum til stjórnmálaflokks hafi aukið á meðvirkni stjórnmálamanna í garð fjármálafyrirtækja? Samfylkingin þarf að spyrja sig þessarar spurningar.
Bullið hjá Sjálfstæðismönnum er svo sérkapituli út af fyrir sig. Þeirra naflaskoðun felst því miður alltaf fyrst og fremst í því að negla einstaklinga. Ekki að skoða stefnuna og hugmyndafræðina. Hún er heilög í þeirra huga. Þar liggur vandi Sjálfstæðisflokks.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samf fékk allt í allt 35 - 40 millj, minna en sjálfst,fl. 2006 að meðtöldum þessum 55millj.
Siggi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.