28.11.2008 | 17:30
SÍ vantar eitthvað að gera.
Umdeilt gjaldeyrishafta frumvarp virðist vera fyrst og fremst atvinnubótavinna fyrir verklausan Seðlabanka eftir aðkomu IMF.
Þetta er náttúrulega vita fáranlegt frumvarp og hingað til hefur þessi maður haft bara nokkuð oft rétt fyrir sér um hin og þessi efnahagsáhrif.
22.11.2008 | 20:51
Eitt lítið Andsvar.
Andsvar sem ég samdi við færslu um hugrekki Ingibjargar Sólrúnar.... Hér.
Til hvers þá að vera að rífa kjaft yfir höfuð? Til hvers í andskotanum að vera að segja það sem manni finnst og það sem meikar sens.... ef leiðtogi manns er múlbundinn í þagnarbindindi og má ekki segja það sem henni finnst??? Ef Ingibjörgu finnst að það sé nauðsynlegt að endurnýja umboðið í ljósi aðstæðna þá á hún að segja það.
Þjóðin er að fara á göflunum. Samfylkingu er fyrirmunað að láta Íhaldið taka eina né neina ábyrgð á Falli Frjálshyggjunnar. Ef ekkert útlit er fyrir að réttlætið fái einhvern framgang mun annað tveggja eða bæði gerast. A)Fólk fær nóg og gefur skít í Klakann og fer fyrir fullt og allt B)Fólk fyllist uppgjöf og lætur sig uppgjörið og uppbygginguna engu varða.. þeim verður skítsama með alls konar ömurlegum hliðarverkunum í Samfélaginu.
Það er misráðið að láta þjóðina gleypa stoltið og réttlætiskenndina hráa. Ég sé því bara ekkert til fyrirstöðu að taka afstöðu til þess hvenær og hvernig meigi flýta kosningum. Hingað til hafa ríkisstjórnir og flokkar geta unnið vinnuna sína þó kosningar séu ákveðnar.
Samfylking á að gera kröfu til þess við samstarfsflokkinn að gengið verði til kosninga í vor. Það er hógvær krafa í ljósi versta efnahagshruns í sögu Íslendinga. Þangað til á að skipta um fólk í SÍ og FME núna. Þá er ekkert að því að stokka upp í ríkisstjórninni. Í því felst engin yfirlýsing um sekt eða sýknu á einu né neinu. Þar gilda sömu rök og með SÍ og FME. Ingibjörg hefur tekið skýrt fram að það þarf að endurvinna traust þjóðarinnar. Aðgerðarleysi er ekki til þess fallið. Það eru erfiðir tímar framundann og þjóðin vill ekki að sama fólkið og sigldi fleyinu í strand rembist við að koma því af strandstað. Skiljanlega.
En ég held ég viti hvað Ingibjörg sé að hugsa. Hún vill sitja af sér storminn og gefa samstarfsflokknum tækifæri á að taka til í Evrópustefnu sinni. Bíða þar til í febrúar að taka slaginn þá ef þess gerist þörf. Því miður held ég að þetta sé misráðið af ofansögðum ástæðum. Ef fólk þarf að kyngja reiðinni og réttlætið fær enga útrás þá mun það valda þjóðarmeini. Ingibjörg þarf að hugsa þetta dýpra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 09:57
Kysst á hönd Kvalarans.
Hollustan enn til staðar.... Kjartan Gunnarsson er enn vinur Davíðs.
Kjartan segir:
Ég segi fyrir mig og hugsa að ég tali þar fyrir munn margra annarra að ég vildi gjarnan að ég hefði hlustað betur,"
Kjartan er heillaður af ræðu Davíðs eins og fleiri. Dáleiðsluhæfileikarnir eru ótrúlegir hjá DO. Svipað var að hlusta á Höllu Tómasdóttir og Óla Björn Kárason í Kastljósi í gærkvöldi. Þau voru bæði með stjörnur í augum og það var varla að þau myndu eftir því að þrátt fyrir allt þá væru þau ósammála Höfðingjanum í því sem næst öllu.