Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.4.2009 | 17:05
Peðunum fórnað.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 16:28
Hvíti Riddarinn.
Æii... Guðlaugur Þór er alltaf svo saklaus greyið. Sakleysinginn sem var upphafsmaður REI. Og nú er hvítþvotturinn þannig að hann talaði við mann sem talaði við mann. Ergó... kom ekki nálægt einu né neinu.
Come on..... give me a break! Nú munu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks falla um hvern annann þveran að sverja af sér ósómann.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 17:44
Skötulíki
ESB stefna Sjálfstæðisflokks er komin í leitirnar. Hún er í skötulíki. Ekki við öðru að búast. ESB andstæðingar höfðu sitt fram. Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir sem áður andstæðingur aðildar að ESB. Þá er það komið endanlega á hreint! Alveg magnað hvernig kvótaklíkan hefur þennan flokk í vasanum. Og alveg magnað að restin af atvinnuvegum og viðskiptalífi Íslands sem sér málið öðrum augum skuli styðja og kjósa flokk sem beinlínis gengur gegn iðnaði og útflutningsvegum Íslands. Það verður fróðlegt að sjá Vilhjálm Egilsson hjá Samtökum Atvinnulífsins svara fyrir þessa stefnu.
Í desember síðastliðnum skrifaði ég þetta: Í þessari færslu.
" Ástæðan fyrir því að ég set ekki á aðgerðarlista að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að fyrr mun frjósa í helvíti en að þessi ríkisstjórn geti komið sér saman um að sækja um aðild að ESB. Það þarf nýja ríkisstjórn til þess. Evrópuumræðan hjá Sjálfstæðiflokk er öll í skötulíki og það sem kemur út úr næsta landsfundi hjá þeim verður skyrhræringur áttjándu aldar af verstu gerð."
Svokallað hagsmunamat Sjálfstæðisflokks stýrist fyrst og síðast af því að Kvóta- og Eignaklíkan á Íslandi missi ekki spón úr aski sínum. Guð forði þeim frá því að landið færist til jöfnuðar og meira réttlætis. Og það sem verst er af öllu að öflin sem styðja hina ríku sem mest í eiginhagsmunagæslunni er flokkurinn sem á gæta hagsmuna verkalýðsins og hinna sem bera minnst úr býtum..... Vinstri - Grænir. Ég segi bara eins og Jónas Kristjánsson.... Fábjánar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 15:41
Má ég biðja um 25% en ekki 100%!
![]() |
Evran er ekki töfralausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 01:08
Ályktun VG um ESB
Ályktun VG um ESB er neðanmálsgrein í langloku ályktun um utanríkismál. Ekki við öðru að búast frá VG. En svona lítur þetta út hjá þeim:
Evrópumál
Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.
Með þessari ályktun er VG að teygja lopann og reyna að tryggja að ekki verði sótt um aðild næstu fjögur árin. Samkvæmt þessu á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og þá á að ræða fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirlýsingin gefur engin afdráttarlaus svör um tillhögun aðildarumsóknar nema það augljósa að þjóðin kjósi um aðildina! Sem verður ekki túlkað öðru vísi en svo að það verður krafa VG að hér verði tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. Fyrst um aðildarspurninguna og svo um aðildarsamninginn.
Það er skýlaus krafa flestra sem kjósa Samfylkinguna í það minnsta að næsta ríkisstjórn gangi tafarlaust til viðræðna við ESB og samningar verði til lykta leiddir og aðildarsamningur verði lagður fyrir þjóðina innan tveggja ára. Mun VG sætta sig við þann hraða? Held ekki. Mín tilfinning er að VG ætlar ekki að taka þátt í að sækja um aðild að ESB. Svo einfalt er það. Þetta mun því miður verða ásteytingarsteinn í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Því miður. Ef Samfylking tekur þátt í annarri ríkisstjórn þar sem ESB umsókn er sett í salt þá fremur flokkurinn pólitískt Harakiri.
18.3.2009 | 09:28
Svona strákur minn!
17.3.2009 | 14:49
Birtingarmynd
11.3.2009 | 09:57
Heigulsháttur
10.3.2009 | 15:49
Útrásarvíkingar byrjið að skjálfa
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 08:32
Jónas Dramadrotting
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)