Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mikið áfall

Þetta er reiðarslag fyrir Samfylkingu.    Öflugur leiðtogi er hættur.   Sumir í Samfylkingu verða himinlifandi en flestir eru daprir.      Það er erfitt að vera að glíma við langvarandi veikindi og þurfa að taka þann slag sem er framundan.    Ingibjörg hefði þurft að berjast af alefli fyrir því að leiða flokkinn áfram.    Fólk þarf að vera 100% til að valda þeim slag.     

Vonandi hjálpar þessi ákvörðun og verður til að Ingibjörg nái fullu starfsþreki að nýju.   Það er fyrir mestu.   Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það á hreinu!

Ekkert hugmyndafræðilegt uppgjör og ekkert ESB.    Bjarni Ben.  búinn að setja kúrsinn.  Jú.. Sjallar bera smá (með afar sterkri áherslu á smá) ábyrgð en það er ekkert að stefnu Sjálfstæðisflokks.   Öðru nær.   Allt í himna lagi.     Hagsmunum Íslands best borgið í EES og svo bara bla bla bla bla um ESB.  Sem sagt áfram íslenska krónu.  Útdeila eignum upp á nýtt og endurtaka leikinn eftir 10 ár.  Lærir fólk aldrei??   Húmbúkk.    Meira helvítis þvaðrið.    Og þetta er maðurinn sem talaði um breytt gildi og ég veit ekki hvað og hvað korter eftir Hrun.   Mesta sjokkið er að brá af honum...  Greinilega.   Auðmýktin horfin og gamla góða Sjallavillidýrið komið aftur upp á yfirborðið.    Það má ekki auka ríkiseftirlit.. nei það verður allt að vera eins og það var.   Sama kerfið.   Bara breyta um fólk.     Ég get orðið brjálaður að hlusta á svona bull.

Það verður fróðlegt að sjá hvað íslendingar gera í næstu kosningum.   Er það hugsanlegt að íslendingar ætli að treysta Sjálfstæðisflokk áfram fyrir þjóðinni?   


mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjaðningavíg

Ég er ekki hrifinn af prófkjörum.   Finnst ekki gaman að horfa upp á samherja rífa hvern annann á hol.   Leiðist þessi litlu einkastríð og skiptir þá ekki máli hvaða flokkur á í hlut.

Prófkjör Sjálfstæðismanna virðast ætla að verða sérstaklega illúðleg að þessu sinni.   Guðlaugur og Illugi berast á banaspjótum og þessi frétt á ekki eftir að milda þann slag.   Fannst ömurlegt að hlusta á Svein Andra í Silfrinu nota tækifærið þar í prófkjörsbaráttuna þar sem hann mærði Guðlaug í hástert og vó að heiðri Illuga á milli þess sem talaði um Ingibjörgu Sólrúnu eins og hún bæri höfuðábyrgð á Hruninu.    Einstaklega  ótrúverðugur og ósmekklegur málflutningur.


Hægan nú!

Er það bara ég eða kemur þessi blessaði skólastjóri fyrir eins og henni finnist þetta bara ekki neitt einasta mál?   "Blásið upp...  gert of mikið úr meiðslum....   aukaatriði að gerandinn æfir hnefaleika...."   Talar eins og um minniháttar atvik hafi verið að ræða..  svona smá riflildi til að lífga upp á tilveruna!?   Hún segir ekki afgerandi og með ákveðni að skólayfirvöld líti málið alvarlegum augum og fullvissar foreldra um að umræddir gerendur verði undir smásjá eftir þetta.    Ekkert í þá áttina.    
mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gósentíð hjá Bílafjármögnunar Okurbúllum.

Nú er fjörið að byrja fyrir alvöru hjá Okurbúllum bílalána.    Frystingar hjá fólki eru að enda og krónu skrattinn er ekki að jafna sig nægilega.    Svívirðileg uppgjör á bílum verður daglegt brauð.  Þar sem fólk fær skít á priki fyrir bílinn sinn og situr uppi með milljónir í skuld vegna þess að það getur ekki þraukað nógu lengi þar til Gengið verður eðlilegt.

Í ljósi þess að Íslensk þjóð situr uppi með handónýtan gjaldmiðil er algjörlega óskiljanlegt að 90% þjóðarinnar skuli ekki öskra á inngöngu í ESB.     Því það er engin önnur leið fyrir Íslendinga að taka upp stöðugri gjaldmiðil.   

Annað hvort lagast gengið á næstu tveim til þrem mánuðum eða 90% íbúðareigenda með myntkörfulán fara beinustu leið á hausinn.    Það er ekki hægt að halda þetta út lengur. 


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!

Ég fór af stað með þetta krass mitt fljótlega eftir Hrunið.    Mjög fljótlega eftir Hrunið kallaði ég eftir því að réttlætið yrði að fá framgang.     Við þær ónáttúrulegu efnahagslegu hamfarir sem gerðust var krafan skýr hvað varðaði þá sem áttu að passa fjármálakerfið fyrir hönd almennings.   Burt með stjórnir FME og SÍ.   Fjármálaráðherra og Viðskiptaráðherra að segja af sér.    Þetta átti að gerast í sömu andrá og Neyðarlögin voru sett.    Önnur krafa var að kjósa með vorinu.   Fólk þekkir söguna.

Nú er síðasta vígið loksins að falla.   Þess vegna mun ég breyta ásýnd þessarar síðu fljótlega.  

Uppbyggingin er að hefjast í íslensku samfélagi.   Erfiðir en jafnframt merkilegir tímar eru framundan.   Það verður örugglega Stjórnlagaþing.   Íslendingar munu á næstu árum kjósa um nýja stjórnarskrá.   Það er næsta víst að næsta Ríkisstjórn mun sækja um aðild að ESB.    Þjóðin mun fá að gera upp hug sinn varðandi aðild að ESB.    Hrikalega erfiðir tímar framundan fyrir íslenska þjóð en Vonin er að út úr þessum þrengingum meigi nýtt og betra Ísland rísa.

Mín von er að næsta ríkisstjórn eftir kosningar verði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna.


mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðþrifaverk.

Orðið þjóðþrifaverk er svona langt og alvöru þ-hlaðið sér Íslenskt orð.    Það er orðið ÞJÓÐÞRIFAVERK að koma Davíð Oddssyni út úr Seðlabanka Íslands.   

Fórn.

Davíð fórnaði Geir og Sjálfstæðisflokknum á altari sjálfshyggjunnar í kvöld í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga arfleifð sinni.    Ef satt reynist að Davíð Oddsson sá Hrunið fyrir með tveggja ára fyrirvara og varaði Ríkisstjórn við margítrekað þá er það fyrst og síðast dómur yfir Geir og Sjálfstæðisflokknum.   Davíð traðkaði arfleifð Geirs niður í svaðið til bjargar sínu eigin skinni.   Meir að segja Björn Bjarnason.. hinn mikli hundraðshöfðingi Davíðs var krossfestur í beinni.  Öllum fórnað fyrir Sesar Davíð.

Ömurlegur samskiptamáti Davíðs kom sem aldrei fyrr í ljós í kvöld þar sem hann reyndi sem hann gat að gera lítið úr Sigmar.    Sigmar stóð sig eins og hetja.   Hélt ró sinni allann tímann og spurði spurninga sem alla langar að spyrja hinn fallna foringja.

Davíð reyndi sem hann gat að fá vorkunn þjóðar sem er búin að hafna honum fyrir löngu.   Ósmekklegur fjandi.    Ekki ósvipað eins og að birtast hágrenjandi á þröskuldinum hjá kærustu sem er margbúin að henda manninum á dyr.  

Það er með ólíkindum að hlusta á Davíð Oddsson.   Hann talar innan úr búri.   Hann einn sá Hrunið fyrir og þjóðin er heilalaus skríll sem illa innrættir fjölmiðlamenn heilaþvo á degi hverjum.   Í hinu orðinu á þjóðin svo bágt og enginn er að reyna að hugga hana.   Maðurinn er bara ekki með öllum mjalla.  

Davíð ... þig sem langar að hugga þjóð í kvöl.   Hér er ábending hvernig þú getur huggað og heilað. Farðu... láttu þjóðina í friði.    Starfskrafta þinna er ekki óskað lengur.  


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu þá!

Eiríkur Guðnason...  Ef þú ert svo stórhneysklaður á vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar og sérð sæng þína útbreidda -afhverju í ósköpunum tekur þú ekki  pokann þinn í heilagri vandlætingu og lætur okkur hin í friði?   Vinnuveitandi þinn vill ekki hafa þig lengur í vinnu.     Er erfitt að skilja það.

 


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RLÍ hafði hendur í hári Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Ætli Íslendingar eigi einhverntíma eftir að sjá þessa fréttafyrirsögn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband