Enn ein mistökin?

Getur verið að Seðlabankinn sé að gera enn ein katastrófu mistökin með risa stýrivaxtahækkun?

Samkvæmt þessari konu og fleiri hagfræðingum er verið að gera regin mistök.   Samtök Atvinnulífsins og ASÍ eru þeirrar skoðunar líka.

Ef svo er...   Að það sé verið að gera mistök þá er ríkisstjórnin ábyrg.   Samfylking sýnu mest.

Er það svo að IMF hlusti ekki á sjónarmið hér innanlands og fari ekki ofan í kjölin á sögunni hérna eins og Gylfi Arnbjörnsson rakti bæði í Kastljósi og í Íslandi í dag.   

Ég kaupi ekki þessa stýrivaxtahækkun sem skilyrði frá IMF fyrr en ég heyri það opinberlega frá Viðskiptaráðherra.   Kannski er sú yfirlýsing komin.   Hef ekki séð hana.    Kannski einhver geti bent á það.

Það er eins gott að þessi aðgerð virki eins og hún á að virka því fórnarkostnaðurinn er hrikalegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband