Detta úr Náðinni!

Um það bil 50% þeirra sem kjósa Samfylkingu vilja kosningar ekki seinna en í gær.   Ég er einn af þeim.   Ég er þeirrar skoðunar að forsendur fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk séu brostnar.    Það er ótækt að styðja flokk til valda sem er að mestu ábyrgur fyrir mestu efnahagshörmungum íslandssögunnar.    Þjóðin verður að fá að velja upp á nýtt.    Ég studdi þetta ríkisstjórnarsamstarf í upphafi en ekki lengur. 

Ég fæ sterklega á tilfinninguna að þingflokkur Samfylkingar sé ekki hamingjusamur með þennan hóp af fólki sem pressar á flokk sinn að slíta samstarfinu.    

Þingflokkur Samfylkingar skuldar þessum hóp skýringar.   Rökstuðning fyrir því að nú sé ekki tíminn til að ganga frá borði.    Það þarf að taka þessa umræðu.    Akkúrat núna hef ég í það minnsta óskaplega lítinn áhuga á hugmynda fundum og málefnavinnu.    Akkúrat núna vil ég vita afhverju ég á að styðja þessa ríkisstjórn deginum lengur, því það er ekkert fararsnið á Samfylkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband