Góðs viti?

Ingibjörg heldur Sjálfstæðismönnum við efnið.    Ef til vill tekst Sjálfstæðisflokk að taka til hjá sér án þess að til stjórnarslita komi.     Ég er ekki bjartsýnn á það.    Ég held því miður að Geir sé heillum horfinn.   Það er einhver taug á milli hans og Davíð Oddsonar sem nær út fyrir gröf og dauða.   Geir mun aldrei ótilneyddur skipta um Seðlabankstjórn eða samþykkja að taka upp aðildarviðræður við ESB.   Ég er ekki að sjá að þrýstingurinn sé nægilegur innan Sjálfstæðisflokks til að snúa Geir.

En Ingibjörg og þingflokkur Samfylkingar vill að sjálfsögðu gefa samstarfsfólki sínu eins langan tíma og hægt er.   Ég skil þá ákvörðun að mörgu leyti.    Ég bara hef ekki trú á Sjálfstæðisflokknum.   Kannski er skynsamlegt að bíða þar til eftir áramót.   Bíða eftir landsfundi Sjálfstæðismanna... sjá hvað gerist.  Ég held að það gerist ekkert merkilegt, til þess er krumla Davíðs Oddssonar allt of sterk.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband