Ingibjörg.... Afhverju?

Hæ Ingibjörg!

Afhverju á ég að styðja Ríkisstjórnina?   Ég er félagi í Samfylkingu og hef verið frá upphafi.   Mín hugsjón er jafnaðarmennskan.    Frá Bankahruninu hef ég haft alvarlegar athugasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokk.   Það er ótækt að enginn.  Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir mestu efnahagshörmungar í sögu Íslands.    Íhaldið er í skjóli Samfylkingar núna þó það láti eins og það sé enn ómissandi og enginn nema þeir kunni að stjórna.   

Íhaldið með sína glötuðu hugmyndafræði.   Íhaldið með sína afneitun og hroka.   Blaðamannafundur Geirs og Þorgerðar var helber móðgun við Íslendinga.... hvert einasta orð sem kom út úr munni þeirra var slepja, hroki og í besta falli afneitun.... en alltaf Móðgun við sundurkramda þjóð.

Ég ber ómælt traust til þín Ingibjörg.   Þú og Jóhanna eru þeir stjórnmálamenn sem ég treysti mest.  Ég held að Samfylking sé að skaðast af samstarfi við Sjálfstæðisflokk við núverandi aðstæður.  Eða í besta falli að hjálpa Íhaldinu að forðast að horfast í augu við sannleikann.

Ég fagna hverjum þeim þingmanni Samfylkingar sem reynir að sannfæra mig um hið gagnstæða að stuðningur við Ríkisstjórn á þessum tímapunkti sé nauðsynlegur.    Ég fagna þeirri rökræðu og eiginlega er að kalla eftir þeirri rökræðu af áfergju!

Ég tek undir þetta.

... og Pétur er frábær.    Og ... Pétur þú ert ekki einn! 

Frumskilyrði er að boðað verði til kosninga í vor.   Það verður að endurnýja umboðið.    Ég vil bara vita afhverju ég á að styðja ríkisstjórn með íhaldinu deginum lengur!!   Og ég kaupi ekki frasa eins og ... það stekkur enginn af baki útí miðri á!   Við erum öll meir eða minna á bólakafi útí miðri á.... löngu dottin af baki.   

Ef boðað verður til kosninga NÚNA  ... og það ekki seinna en í byrjun maí... skal ég halda kjafti ... Jæja,  í það minnsta með stuðninginn við þessa ríkisstjórn.   Nema ef vera skyldi að Sjálfstæðismenn geri enn meir í buxurnar á þessum blessaða  landsfundi sínum í janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég held að margir hafi velt þessari spurningu fyrir sér. Í þeim algjöra skorti á upplýsingum verðum við að geta okkur til. Er það ekki svo að Ingibjörg og samráðherrar hennar hafa umgengist valdið svo lengi að bara tilhugsunin að sleppa því sé verri en allt annað. Því hafi það ekki hugnast þeim að sleppa flöskunni, öll vandamá heimsins verða svo auðleyst undir áhrifum vímuefna. Fyrir okkur hin fannst okkur sjálfgefið að mynda þjóðstjórn eða starfstjórn þegar kreppan skall á.

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.11.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Það er eitthvað sem veldur.   Ég held að það sé eitthvert stöðumat í gangi hjá þingflokki Samfylkingar en stóru mistökin eru að tala ekki við baklandið og segja frá.

Eins og þú segir.  Skortur á upplýsingum.   Vil ekki trúa því fyrr en ég tek á því að væntumþykja fyrir völdum og starfi ráði ferð.    Slíkt má alls ekki ráða för hjá þjóðkjörnum fulltrúum þó það því miður geri það hjá allt of mörgum.  Ef svo er komið fyrir Samfylkingu er ég illa svikinn.

Jón Halldór Eiríksson, 16.11.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband