Bara EF!

Bara ef núverandi Ríkisstjórn hefði borið gæfu til þess að hreinsa út úr efstu stöðum í SÍ og FME strax eftir Hrunið.   Bara EF.    Þá væri ekki þessi bullandi ólga.    Ok.... það væri ólga en fólk hefði strax fengið á tilfinninguna að réttlætið ætti að fá framgang.

En nú þarf núverandi Ríkisstjórn að súpa seyðið af forheimsku og þrjósku Sjálfstæðisflokks og kjarkleysis Samfylkingar að berja í borðið.

Það er vita vonlaust fyrir Ingibjörgu og Geir að láta sig dreyma um að halda í þessa ríkisstjórn án þess að nokkur einasti kjaftur víki.     Fólk verður brjálað.     Janúar mótmælin verða þá barnaleikur miðað við febrúarmótmælin!   Og þá er ég ekkert að vísa til þess að ofbeldið verði ráðandi heldur mun hrynjandinn og staðfesta fólks að halda áfram friðsömum mótmælum tvíeflast.

Það er hryllilega misráðið að fólkið sem bar stærstu ábyrgðina að fylgjast með fjármálakerfinu fyrir þjóðina sitji áfram.   Embættismennirnir með góðu launin og sérfræðiþekkinguna sem áttu að vara þjóðina einmitt við ef eitthvað þessu líkt væri í nánd.    Þveröfugt við hlutverk FME og SÍ þá hafa þessar stofnanir stuðlað að Hruninu.    Er nema von að fólk vilji breytingar.     Og Ef ég heyri Geir enn einu sinni í fjölmiðlum segja að ekki megi persónugera vandann þá springur á mér hausinn!   Þetta er svo ömurleg röksemdafærsla að ekki tekur nokkru tali.    Fyrir utan að þá er merkilegur andskoti með Sjálfstæðismenn að þeir geta persónugert allt heila klappið meðan allt er í "honky dorí" en svo má ekki persónugera Vandann!     Og það er með ólíkindum að eftir að hafa gert svo upp á bak að hálfa væri nóg að þá halda Sjálfstæðismenn ennþá að þeir séu ómissandi...  talandi um súper stórt egó....  Eða öllu heldur súper stóra sjálfsblekkingu.

Og þetta vill ég segja við flokksforystu Samfylkingar:   HALLÓ...  annað hvort verður hreinsað til í SÍ og FME hið minnsta.. (Mjög eðlilegt væri að Fjármálaráðherra og Viðskiptaráðaherra segðu af sér).   En án hreinsunar í SÍ og FME   NÚNA..    er ekki möguleiki á því að þessi ríkisstjórn haldi fram að kosningum nema með snarbrjálað samfélag á herðunum.    Ef engar verða mannabreytingar fram að kosningum þá jafngildir það pólitísku sjálfsmorði Samfylkingar.    Því fylgishrunið verður algjört ef ekkert breytist fram að kosningum.     Þá spái ég Samfylkingu undir 15%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband