Ingibjörg.... Afhverju?

Hæ Ingibjörg!

Afhverju á ég að styðja Ríkisstjórnina?   Ég er félagi í Samfylkingu og hef verið frá upphafi.   Mín hugsjón er jafnaðarmennskan.    Frá Bankahruninu hef ég haft alvarlegar athugasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokk.   Það er ótækt að enginn.  Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir mestu efnahagshörmungar í sögu Íslands.    Íhaldið er í skjóli Samfylkingar núna þó það láti eins og það sé enn ómissandi og enginn nema þeir kunni að stjórna.   

Íhaldið með sína glötuðu hugmyndafræði.   Íhaldið með sína afneitun og hroka.   Blaðamannafundur Geirs og Þorgerðar var helber móðgun við Íslendinga.... hvert einasta orð sem kom út úr munni þeirra var slepja, hroki og í besta falli afneitun.... en alltaf Móðgun við sundurkramda þjóð.

Ég ber ómælt traust til þín Ingibjörg.   Þú og Jóhanna eru þeir stjórnmálamenn sem ég treysti mest.  Ég held að Samfylking sé að skaðast af samstarfi við Sjálfstæðisflokk við núverandi aðstæður.  Eða í besta falli að hjálpa Íhaldinu að forðast að horfast í augu við sannleikann.

Ég fagna hverjum þeim þingmanni Samfylkingar sem reynir að sannfæra mig um hið gagnstæða að stuðningur við Ríkisstjórn á þessum tímapunkti sé nauðsynlegur.    Ég fagna þeirri rökræðu og eiginlega er að kalla eftir þeirri rökræðu af áfergju!

Ég tek undir þetta.

... og Pétur er frábær.    Og ... Pétur þú ert ekki einn! 

Frumskilyrði er að boðað verði til kosninga í vor.   Það verður að endurnýja umboðið.    Ég vil bara vita afhverju ég á að styðja ríkisstjórn með íhaldinu deginum lengur!!   Og ég kaupi ekki frasa eins og ... það stekkur enginn af baki útí miðri á!   Við erum öll meir eða minna á bólakafi útí miðri á.... löngu dottin af baki.   

Ef boðað verður til kosninga NÚNA  ... og það ekki seinna en í byrjun maí... skal ég halda kjafti ... Jæja,  í það minnsta með stuðninginn við þessa ríkisstjórn.   Nema ef vera skyldi að Sjálfstæðismenn geri enn meir í buxurnar á þessum blessaða  landsfundi sínum í janúar.


JÁ!

Skipta um Seðlabankastjórn.....  JÁ

Skipta um Fjármálaeftirlit.....  JÁ

Nýja Ríkisstjórn......  JÁ      -Kjósa í vor.

Mótmælin voru friðsöm og til fyrirmyndar fyrir utan fáein ungmenni sem létu Alþingi finna fyrir því eftir að Mótmælafundinum var lokið.    Hörður Torfason og hans fólk  -Rödd Fólksins   fá hrós dagsins.

Nóvemberáskorunin.

 


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlæja eða gráta?

Sjallarnir eru nú alveg ótrúlegir.     Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les svona yfirlýsingar frá Sjöllum.

Fattarinn er 10 árum of seinn.    Ef Sjálfstæðisflokkur hefði drullast til að taka þessa umræðu þegar átti að taka hana væru íslendingar ekki í svona herfilegum hremmingum.

Það verður að kjósa ekki seinna en í vor.   Niðurstaða boðaðs landsfundar xd í janúar verður einhver samsuða af hroka, rugli og þvælingi sem ekki nokkur leið verður fyrir Samfylkingu að vinna í takt við.

Sjálfstæðisflokkur er ekki stjórntækur lengur.   ESB umræðan hjá þeim verður öll tekin í hraðsuðupotti og ómögulegt að sjá hvað hroði kemur út úr því hjá þeim.    Þar fyrir utan er hugmyndafræði xd hrunin fyrir björg og þessi flokkur á ekki heima í stjórn næstu 20 árin.   Hans tími er búinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband