14.11.2008 | 15:29
Þolrifin teygð og slitin.
Nú reynir á þolrifin í þjóðinni. Sjálfstæðisflokkur er að gera mikil mistök held ég. Þeir hefðu þurft að afgreiða þetta fyrir Jól. Er ekki viss um að þjóðin sætti sig við þetta útspil uppá von og óvon.
Nú reynir á Þingflokk Samfylkingar að hafa hemil á sínu baklandi. Ólgan er mikil.
Ríkisstjórnin verður að skipta út í SÍ og FME á allra næstu dögum. Spurning er líka að endurskipuleggja ráðherrastólana. Ef það verður ekki gert þá mun allt loga hér í mótmælum áfram og spurning hvort ríkisstjórnin haldi.
Skynsamlegast fyrir Ríkisstjórnina núna er að ákveða kosningar í vor. Eina leiðin til að lægja öldurnar. Því enginn veit hvernig hildarleikurinn fer hjá Sjálfstæðisflokk. Verður hann Evrópuflokkur eða Einangrunarflokkur?
Skipuð verði Evrópunefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 07:21
Engin Stefnubreyting!
Samkvæmt heimildarmanni Morgunblaðs:
" Ekki sé þó von á ákvörðun um stefnubreytingu gagnvart aðild að ESB á fundinum......"
Sjallar virðast við sama heygarðshornið. Þeim er sennilega lífsins ómögulegt að taka u-beyju í Evrópumálum þrátt fyrir að samfélagið sé á hvolfi. Þeir bera sennilega ekki gæfu til þess að breyta stjórnarsáttmálanum. Jæja... ef svo verður þá mun ég ekki styðja þessa ríkisstjórn. Eina leiðin til að styðja sitjandi ríkisstjórn er að hún taki upp beina stefnu á aðildarviðræður við ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 20:45
Traust
Ingibjörg Sólrún á Stöð2 í kvöld. Hún var frábær. Talar skýrt. Ég treysti henni og Jóhönnu lang best.
Það er ekkert annað í stöðunni en að semja um Icesave málið. Íslendingar geta ekki hunsað EES samninginn. Og við erum ekki í aðstöðu til þess að standa í hárinu á Evrópusambandinu núna. Það á að ganga frá Icesave málinu þó það geti haft í för með sér allt að 300 milljarða reikning. Fá inn aðstoðina sem við þurfum til að neyðarstarta okkar elskulegu, yndislegu og frábæru íslensku krónu! Atvinnulífinu er að blæða út og það verður að stöðva þá blæðingu. Annars verður reikningurinn 100 sinnum hærri en 300 milljarðar.
Nú er bara að bíða og vona eilítið lengur.
Svo er allt að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Kannski þessi ríkisstjórn endist kjörtímabilið!
Allt að gerast. Allt að gerast.
Áfram Ísland.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)