Nú er Bleik brugðið!

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög forvitinn að sjá hvað kemur út úr þessu samkrulli.....

Sjálfstæðisflokkur er kannski að vakna?    Koma svo....  Burt með Seðlabankastjórn.    Og ef ekki er hægt að koma sér saman um að stefna á ESB aðild....  Ákveða kosningar takk fyrir.   Ekkert minna.

Ef eitthvert vitavonlaust hálfkák kemur út úr þessum umræðum verður allt vitlaust í þjóðfélaginu.


Efnahagsganga Íslands

Efnahagsganga Íslandendinga.....   HÉR

Hvað er að gerast?

Hvað er að gerast með IMF lánið?    Mjög misvísandi skilaboð eru að berast.    Er lánið stopp vegna Breta og Hollendinga eða er það vegna þess að enginn vill lána Íslandi sem þarf til að IMF samþykki lánið?   Og af hverju fáum við ekki lán?   Er það vegna þess að íslendingar eru staðráðnir að semja ekki um Icesave?    Skemmtilegur vítahringur eða hitt þó heldur!

Hvar eru vinir okkar Norðmenn núna?   Hvar eru hinar Norðulandaþjóðirnar?  

Miðað við þetta þá virðist Evrópa gengin í lið með Bretum og Hollendingum í Icesave deilunni.   

Það lítur út fyrir að Íslandi séu allar bjargir bannaðar nema semja um Icesave.

Meðan atvinnulífinu blæðir út þá er Ríkisstjórnin ákveðin í því að gefa stórt fokk merki framan í Breta og Hollendinga.   Þeir eru hins vegar harð ákveðnir í því að láta Íslendinga finna til tevatnsins.

Hvernig endar þetta allt saman?

Íslendingar eru staddir í verstu milliríkjadeilu Íslandssögunnar -mitt í verstu efnahagskreppu íslandssögunnar  -og fáir eru að átta sig fullkomlega á alvarleika málsins.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband