Nóg tal.

Er ekki komið nóg af tali.   Lúðvík Bergvinsson tekur þátt í umræðunni um dauða krónu.    Stjórnarliðar tala og tala og tala.   Meðan er allt á niðurleið.   Seðlabankinn kemst upp með að hækka vexti og setja samfélagið endanlega á hliðina.   Ástæðan fyrir stýrivaxtahækkun... neyðarstarta krónunni.   Króna veikist áfram... ergó  stýrivaxtahækkun er ekki að virka.   


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það vitað!

Samskipti við IMF eru í hnút.    Tjallinn er kominn í handrukkunn innan IMF.   Hvernig ætli íslendingum reiði af í þeim samskiptum?    Þetta er vont en venst... vont en það venst...  vont en það venst!
mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. Norðmaður.

Steingrímur J.  var áhugaverður í Silfrinu.   Hann er sannfærður sem aldrei fyrr að vegir Íslands liggi til Noregs.   Gæti ekki verið honum meir ósammála.    Það verður ákaflega erfitt fyrir Samfylkingu að starfa með VG.   Reyndar er ákaflega erfitt fyrir hvaða flokk sem er að starfa með VG.

VG er á móti Evrópusambandsaðild.    Það er skýrt.   Þeir munu ekki taka þátt í ríkisstjórn sem mun gefa það út afdráttarlaust að það verði sótt um aðild.   Þeir munu reyna í lengstu lög að flækja málin með pólitísku þvaðri um allt og ekki neitt.   Eins og Sjálfstæðisflokkur er búinn að vera að gera undanfarin 10 ár.   Eins og Steingrímur var að gera í Silfrinu.

Samfylking verður mjög líklega eini flokkurinn með skýra stefnu í Evrópumálum í næstu kosningum -hvenær svo sem þær verða!   Mjög líklega með vorinu.

Einhver hinna flokkanna þarf að taka upp skýra stefnu sem er á móti Evrópusambandsaðild.   Þá hefur þjóðin í það minnsta skýra valkosti.    Það er ekki bjóðandi í ljósi kreppunar að bjóða fólki upp á innantómt bull um leppaðild að Noregi eða sömu hörmungas þvæluna um að nú sé ekki tími til að tala um ESB því það taki hvort eð er 150 ár að komast þar inn og taka upp evru.    Sömu rök voru notuð í góðærinu og nú á að endurnýja sömu rökin í kreppunni.   Hvenær er þá tími til að sækja um aðild?   Finnar sóttu um aðild í miðri kreppu.   Þeim hefur vegnað flott!   

Fólkið vill skýra stefnu.    Annað hvort á að sækja um aðild eða ekki.    Almenningur er búinn að fá nóg og hefur ekki áhuga lengur á málalengingum og pólitískri refskák.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband