1.11.2008 | 12:18
Góðs viti?
Ingibjörg heldur Sjálfstæðismönnum við efnið. Ef til vill tekst Sjálfstæðisflokk að taka til hjá sér án þess að til stjórnarslita komi. Ég er ekki bjartsýnn á það. Ég held því miður að Geir sé heillum horfinn. Það er einhver taug á milli hans og Davíð Oddsonar sem nær út fyrir gröf og dauða. Geir mun aldrei ótilneyddur skipta um Seðlabankstjórn eða samþykkja að taka upp aðildarviðræður við ESB. Ég er ekki að sjá að þrýstingurinn sé nægilegur innan Sjálfstæðisflokks til að snúa Geir.
En Ingibjörg og þingflokkur Samfylkingar vill að sjálfsögðu gefa samstarfsfólki sínu eins langan tíma og hægt er. Ég skil þá ákvörðun að mörgu leyti. Ég bara hef ekki trú á Sjálfstæðisflokknum. Kannski er skynsamlegt að bíða þar til eftir áramót. Bíða eftir landsfundi Sjálfstæðismanna... sjá hvað gerist. Ég held að það gerist ekkert merkilegt, til þess er krumla Davíðs Oddssonar allt of sterk.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 20:21
Detta úr Náðinni!
Um það bil 50% þeirra sem kjósa Samfylkingu vilja kosningar ekki seinna en í gær. Ég er einn af þeim. Ég er þeirrar skoðunar að forsendur fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk séu brostnar. Það er ótækt að styðja flokk til valda sem er að mestu ábyrgur fyrir mestu efnahagshörmungum íslandssögunnar. Þjóðin verður að fá að velja upp á nýtt. Ég studdi þetta ríkisstjórnarsamstarf í upphafi en ekki lengur.
Ég fæ sterklega á tilfinninguna að þingflokkur Samfylkingar sé ekki hamingjusamur með þennan hóp af fólki sem pressar á flokk sinn að slíta samstarfinu.
Þingflokkur Samfylkingar skuldar þessum hóp skýringar. Rökstuðning fyrir því að nú sé ekki tíminn til að ganga frá borði. Það þarf að taka þessa umræðu. Akkúrat núna hef ég í það minnsta óskaplega lítinn áhuga á hugmynda fundum og málefnavinnu. Akkúrat núna vil ég vita afhverju ég á að styðja þessa ríkisstjórn deginum lengur, því það er ekkert fararsnið á Samfylkingu.
30.10.2008 | 00:42
Persónugerfing
Nú eru allir að leggja Davíð Oddson í einelti og persónugera vandann og veit ekki hvað. Það er alveg bannað þegar þjóðin er með allt niður um sig og þó svo að títtnefndur Davíð Oddson eigi mikið í málum undanfarin 15 ár í íslensku samfélagi. Ætli það geti verið að hann eigi ekki eitthvað í kreppunni?
Sem sagt bannað að persónugera mistökin.
En hvað með þegar allt var í jollý og næs. Þá hefur nú ekki vantað persónugerfinguna. Enginn pólitíkus hefur verið settur jafn mikið á stall eins og Davíð Oddson. Það er sem sagt allt í lagi að persónugera ímyndað besta samfélag í heimi, besta hagvöxt, bestu útrásina, besta þetta og hitt.. þá má Davíð Oddson vera Kóngurinn og bestastur allra.
Geir Haarde hættu þessu hörmungas kjaftæði. Það er búið að skipta um stjórnendur í nýju Ríkisbönkunum og það ekki af ástæðulausu. Það er óumdeilt að peningamálastefna Íslendinga er að bíða algjört gjaldþrot. Nú er tími uppbyggingar. Nýr tími. Nú er tími til að setja nýtt fólk inn í Seðlabankann til að leiða nýja tíma. Burt séð frá störfum Davíð Oddssonar þá er hann algjör dragbítur á Seðlabanka Íslands sem á að vera hafinn yfir flokkadrætti og hagsmunapot.
Geir vertu maður en ekki mús... og viðurkenndu að ástæðan fyrir því að ekki er skipt um stjórnendur í Seðlabanka Íslands er sú, að þú tekur flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.
Sannleikanum er hver fegnastur! Mundu það.