30.10.2008 | 00:42
Persónugerfing
Nú eru allir ađ leggja Davíđ Oddson í einelti og persónugera vandann og veit ekki hvađ. Ţađ er alveg bannađ ţegar ţjóđin er međ allt niđur um sig og ţó svo ađ títtnefndur Davíđ Oddson eigi mikiđ í málum undanfarin 15 ár í íslensku samfélagi. Ćtli ţađ geti veriđ ađ hann eigi ekki eitthvađ í kreppunni?
Sem sagt bannađ ađ persónugera mistökin.
En hvađ međ ţegar allt var í jollý og nćs. Ţá hefur nú ekki vantađ persónugerfinguna. Enginn pólitíkus hefur veriđ settur jafn mikiđ á stall eins og Davíđ Oddson. Ţađ er sem sagt allt í lagi ađ persónugera ímyndađ besta samfélag í heimi, besta hagvöxt, bestu útrásina, besta ţetta og hitt.. ţá má Davíđ Oddson vera Kóngurinn og bestastur allra.
Geir Haarde hćttu ţessu hörmungas kjaftćđi. Ţađ er búiđ ađ skipta um stjórnendur í nýju Ríkisbönkunum og ţađ ekki af ástćđulausu. Ţađ er óumdeilt ađ peningamálastefna Íslendinga er ađ bíđa algjört gjaldţrot. Nú er tími uppbyggingar. Nýr tími. Nú er tími til ađ setja nýtt fólk inn í Seđlabankann til ađ leiđa nýja tíma. Burt séđ frá störfum Davíđ Oddssonar ţá er hann algjör dragbítur á Seđlabanka Íslands sem á ađ vera hafinn yfir flokkadrćtti og hagsmunapot.
Geir vertu mađur en ekki mús... og viđurkenndu ađ ástćđan fyrir ţví ađ ekki er skipt um stjórnendur í Seđlabanka Íslands er sú, ađ ţú tekur flokkshagsmuni fram yfir ţjóđarhagsmuni.
Sannleikanum er hver fegnastur! Mundu ţađ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.