Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viðbjóðurinn heldur áfram.

Er ekki kominn tími á að skera Sjálfstæðisflokk niður úr þessari hengingaról?

Samfylking ber orðið lang stærstu ábyrgðina.


SÍ vantar eitthvað að gera.

Umdeilt gjaldeyrishafta frumvarp virðist vera fyrst og fremst atvinnubótavinna fyrir verklausan Seðlabanka eftir aðkomu IMF.   

Þetta er náttúrulega vita fáranlegt frumvarp og hingað til hefur þessi maður haft bara nokkuð oft rétt fyrir sér um hin og þessi efnahagsáhrif.

 


Eitt lítið Andsvar.

Andsvar sem ég samdi við færslu um hugrekki Ingibjargar Sólrúnar....  Hér.

Til hvers þá að vera að rífa kjaft yfir höfuð? Til hvers í andskotanum að vera að segja það sem manni finnst og það sem meikar sens.... ef leiðtogi manns er múlbundinn í þagnarbindindi og má ekki segja það sem henni finnst??? Ef Ingibjörgu finnst að það sé nauðsynlegt að endurnýja umboðið í ljósi aðstæðna þá á hún að segja það.

Þjóðin er að fara á göflunum. Samfylkingu er fyrirmunað að láta Íhaldið taka eina né neina ábyrgð á Falli Frjálshyggjunnar. Ef ekkert útlit er fyrir að réttlætið fái einhvern framgang mun annað tveggja eða bæði gerast. A)Fólk fær nóg og gefur skít í Klakann og fer fyrir fullt og allt B)Fólk fyllist uppgjöf og lætur sig uppgjörið og uppbygginguna engu varða.. þeim verður skítsama með alls konar ömurlegum hliðarverkunum í Samfélaginu.

Það er misráðið að láta þjóðina gleypa stoltið og réttlætiskenndina hráa. Ég sé því bara ekkert til fyrirstöðu að taka afstöðu til þess hvenær og hvernig meigi flýta kosningum. Hingað til hafa ríkisstjórnir og flokkar geta unnið vinnuna sína þó kosningar séu ákveðnar.

Samfylking á að gera kröfu til þess við samstarfsflokkinn að gengið verði til kosninga í vor. Það er hógvær krafa í ljósi versta efnahagshruns í sögu Íslendinga. Þangað til á að skipta um fólk í SÍ og FME núna. Þá er ekkert að því að stokka upp í ríkisstjórninni. Í því felst engin yfirlýsing um sekt eða sýknu á einu né neinu. Þar gilda sömu rök og með SÍ og FME. Ingibjörg hefur tekið skýrt fram að það þarf að endurvinna traust þjóðarinnar. Aðgerðarleysi er ekki til þess fallið. Það eru erfiðir tímar framundann og þjóðin vill ekki að sama fólkið og sigldi fleyinu í strand rembist við að koma því af strandstað. Skiljanlega.

En ég held ég viti hvað Ingibjörg sé að hugsa. Hún vill sitja af sér storminn og gefa samstarfsflokknum tækifæri á að taka til í Evrópustefnu sinni. Bíða þar til í febrúar að taka slaginn þá ef þess gerist þörf. Því miður held ég að þetta sé misráðið af ofansögðum ástæðum. Ef fólk þarf að kyngja reiðinni og réttlætið fær enga útrás þá mun það valda þjóðarmeini. Ingibjörg þarf að hugsa þetta dýpra.


Kysst á hönd Kvalarans.

Hollustan enn til staðar....   Kjartan Gunnarsson er enn vinur Davíðs.

Kjartan segir:

 „Ég segi fyrir mig og hugsa að ég tali þar fyrir munn margra annarra að ég vildi gjarnan að ég hefði hlustað betur,"

Kjartan er heillaður af ræðu Davíðs eins og fleiri.    Dáleiðsluhæfileikarnir eru ótrúlegir hjá DO.    Svipað var að hlusta á Höllu Tómasdóttir og Óla Björn Kárason í Kastljósi í gærkvöldi.   Þau voru bæði með stjörnur í augum og það var varla að þau myndu eftir því að þrátt fyrir allt þá væru þau ósammála Höfðingjanum í því sem næst öllu.


Afdráttarlaust.

Góður Össur.    Það er vonandi að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi núna!    Hingað til virðist það ekki hafa ratað þangað... eða það sagði Geir um daginn.

Tími til kominn að Sjálfstæðisráðherrar og Samfylkingarráðherrar  fari almennilega í hár saman á lokuðum fundi og taki einu réttu ákvörðunina.        


mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plísssss .. er ekki hægt að fá breik frá þessum manni?

Nú er hann byrjaður aftur.

Það verður að koma nýtt fólk inn í SÍ.   

Þetta er orðið eins og mara á þjóðinni.   Held að það myndi gera ótrúlegt fyrir þjóðarmóralinn að hlífa fólki við Davíð Oddssyni.     Ég treysti þessum manni ekki til þess að leiða starfið í Seðlabanka Íslands.  Samfylking verður bara að grípa í taumana.   


Afneitun.

Maður missir andlitið aftur og aftur yfir sumum hægri mönnum þessi dægrin.... Nú er það Einar K. Guðfinnsson.

Hann er í algjörri afneitun eins og fleiri Sjálfstæðismenn.

Hér er niðurlag þessa pistils:

"Við ætlum sem sé í hagsmunamat, eins og formaður okkar Geir H. Haarde forsætisráðherra nefnir það. Við ætlum að skoða þessi mál með opnum huga og fordómalaust þar sem við höfum aðeins eitt leiðarljós. Hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Við erum ekki að fara í hugsjónauppgjör, af því að ekkert kallar á það, en við viljum skoða hleypidómalaust hvað þjónar hagsmunum Íslands best. Þessu verkefni ætlum við að ljúka á Landsfundinum í janúarlok."

Feitletruðu orðin eru það sem stakk mig mest.    Þetta var þemað á blaðamannafundinum hjá Geir og Þorgerði.    Hvernig getur fólk verið svona steinblint?  Eða er þetta með vilja gert?  Það er bara erfitt að kaupa það að þeir sem tala svona trúi bullinu í sjálfum sér.

Frjálshyggjan og "frelsi einstaklingsins" er að fá stærsta skell í sögu mannkyns.   Sjálfur Frakklandsforseti er búinn að setja á laggirnar nefnd til að fara ofan í saumana á Kapitalismanum.    Nei ... ekki Sjálfstæðismenn.    Þeirra hugsjónir og stefnur þarfnast ekki endurskoðunar.   Er nema von að maður spyrji sig í hvaða heimi þetta fólk lifir.

Síðan eyðir Einar mörgum orðum í það að Sjálfstæðisflokkur hafi ekki drepið Evrópuumræðunni á dreif.   Já... góðan daginn.    Ég segi nú bara... Fyrr má nú rota en dauðrota.   Nú tala Sjallar eins og frelsandi englar.... halló allir .. nú er í lagi að tala um ESB.   Þeir þreytast ekki á að dást að eigin mikilvægi.    Leiðari Þorsteins í Fréttablaðinu á Laugardag undirstrikar þetta.   Yfirskriftin er Þjóðarumræða... af því loksins er leyfilegt að tala um ESB.     Afsakið meðan ég "drekki mér í baðinu"..  Svo ég vitni í magnaða færslu Jennýar og vona ég að hún fyrirgefi ritstuldinn.

 

 


Ingibjörg.... Afhverju?

Hæ Ingibjörg!

Afhverju á ég að styðja Ríkisstjórnina?   Ég er félagi í Samfylkingu og hef verið frá upphafi.   Mín hugsjón er jafnaðarmennskan.    Frá Bankahruninu hef ég haft alvarlegar athugasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokk.   Það er ótækt að enginn.  Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir mestu efnahagshörmungar í sögu Íslands.    Íhaldið er í skjóli Samfylkingar núna þó það láti eins og það sé enn ómissandi og enginn nema þeir kunni að stjórna.   

Íhaldið með sína glötuðu hugmyndafræði.   Íhaldið með sína afneitun og hroka.   Blaðamannafundur Geirs og Þorgerðar var helber móðgun við Íslendinga.... hvert einasta orð sem kom út úr munni þeirra var slepja, hroki og í besta falli afneitun.... en alltaf Móðgun við sundurkramda þjóð.

Ég ber ómælt traust til þín Ingibjörg.   Þú og Jóhanna eru þeir stjórnmálamenn sem ég treysti mest.  Ég held að Samfylking sé að skaðast af samstarfi við Sjálfstæðisflokk við núverandi aðstæður.  Eða í besta falli að hjálpa Íhaldinu að forðast að horfast í augu við sannleikann.

Ég fagna hverjum þeim þingmanni Samfylkingar sem reynir að sannfæra mig um hið gagnstæða að stuðningur við Ríkisstjórn á þessum tímapunkti sé nauðsynlegur.    Ég fagna þeirri rökræðu og eiginlega er að kalla eftir þeirri rökræðu af áfergju!

Ég tek undir þetta.

... og Pétur er frábær.    Og ... Pétur þú ert ekki einn! 

Frumskilyrði er að boðað verði til kosninga í vor.   Það verður að endurnýja umboðið.    Ég vil bara vita afhverju ég á að styðja ríkisstjórn með íhaldinu deginum lengur!!   Og ég kaupi ekki frasa eins og ... það stekkur enginn af baki útí miðri á!   Við erum öll meir eða minna á bólakafi útí miðri á.... löngu dottin af baki.   

Ef boðað verður til kosninga NÚNA  ... og það ekki seinna en í byrjun maí... skal ég halda kjafti ... Jæja,  í það minnsta með stuðninginn við þessa ríkisstjórn.   Nema ef vera skyldi að Sjálfstæðismenn geri enn meir í buxurnar á þessum blessaða  landsfundi sínum í janúar.


JÁ!

Skipta um Seðlabankastjórn.....  JÁ

Skipta um Fjármálaeftirlit.....  JÁ

Nýja Ríkisstjórn......  JÁ      -Kjósa í vor.

Mótmælin voru friðsöm og til fyrirmyndar fyrir utan fáein ungmenni sem létu Alþingi finna fyrir því eftir að Mótmælafundinum var lokið.    Hörður Torfason og hans fólk  -Rödd Fólksins   fá hrós dagsins.

Nóvemberáskorunin.

 


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlæja eða gráta?

Sjallarnir eru nú alveg ótrúlegir.     Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les svona yfirlýsingar frá Sjöllum.

Fattarinn er 10 árum of seinn.    Ef Sjálfstæðisflokkur hefði drullast til að taka þessa umræðu þegar átti að taka hana væru íslendingar ekki í svona herfilegum hremmingum.

Það verður að kjósa ekki seinna en í vor.   Niðurstaða boðaðs landsfundar xd í janúar verður einhver samsuða af hroka, rugli og þvælingi sem ekki nokkur leið verður fyrir Samfylkingu að vinna í takt við.

Sjálfstæðisflokkur er ekki stjórntækur lengur.   ESB umræðan hjá þeim verður öll tekin í hraðsuðupotti og ómögulegt að sjá hvað hroði kemur út úr því hjá þeim.    Þar fyrir utan er hugmyndafræði xd hrunin fyrir björg og þessi flokkur á ekki heima í stjórn næstu 20 árin.   Hans tími er búinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband